Átti fullkomið hlaup fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 09:00 Andrea varð önnur í mark á eftir Andreeu og sló Íslandsmetið. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir hefur hlaupið eins og vindurinn og slegið tvö Íslandsmet síðustu vikuna. Hindrunarhlaupið í gær segir hún hafa spilast fullkomlega út, fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu. „Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
„Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira