Emma mjög ánægð með hvernig tekið var á eltihrelli hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 22:30 Emma Raducanu mun keppa á Wimbledon mótinu í tennis í sumar. Getty/Luke Walker Enska tenniskonan Emma Raducanu hrósar forráðamönnum Wimbledon mótsins í tennis fyrir hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að eltihrellir hennar keypti miða á mótið. Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu. Tennis Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu.
Tennis Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni