Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir skrifar 20. júní 2025 16:02 Rúm 60 ár eru liðin frá því Bandaríkin komu heiminum á heljarbrún kjarnorkustyrjaldar, atburður sem gjarnan er nefndur Kúbudeilan. Morgunblaðið var með sérstakan spjallfund um daginn í svonefndri Kjarvalsstofu á Hótel Holti í þætti sem blaðið nefnir Spursmál, en þar mun Björn Bjarnason hafa farið yfir þessa atburði í ljósi bókar Max Hastings, Kúbudeilan 1962. Ég hef litið lauslega yfir þessa bók og finnst við hæfi að rifja tvennt upp. Annars vegar sjálfa Kúbudeiluna og hins vegar viðskiptabann Bandaríkjanna sem enn er hert á. Kúbudeilan Allar götur frá því endi var bundinn á rúmlega hálfrar aldar drottnun ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum yfir Kúbu og einræðisherranum Fulgencio Batista var steypt af stóli 1. janúar 1959 hefur Bandaríkjastjórn gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að kollvarpa ávinningum alþýðu fólks í landinu. Strax eftir að Kúbanir höfðu gersigrað 1.500 manna málaliðaher Bandaríkjanna á innan við þremur dögum við Svínaflóa í apríl 1961, hófu Bandaríkin undirbúning nýrrar atlagna. Í maí sama ár kom leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) á fót svonefndri „Patty aðgerð“. Þar var m.a. áætlun um að ráða Fídel og Raul Castró af dögum, og einnig að láta sem ráðist hafi verið á Guantánamo-herstöðina á Kúbu og kalla þannig fram átök milli landanna. Bandaríkin höfðu í upphafi síðustu aldar komu sér upp og halda enn úti herstöð á Guantánamo, eins og frægt er orðið, og í óþökk Kúbana. Enn síðar það sama ár hratt ríkisstjórn J.F. Kennedys af stað „Mongoose aðgerðinni“ um enn frekari skemmdar- og hryðjuverk á Kúbu samfara undirbúningi fyrir stórfelld hernaðarafskipti Bandaríkjahers. Það var við þessar aðstæður að ríkisstjórn Kúbu samþykkti varnarsáttmála við Sovétríkin í júlí 1962. Hann fól í sér uppsetningu eldflauga á Kúbu og veru 42.000 sovéskra hermanna. Fídel Castró vildi að uppsetning eldflauganna yrði gerð opinber en Níkíta Khrústsjov forsætisráðherra Sovétríkjanna þvertók fyrir það. Á þessum tíma voru Sovétríkin umkringd bandarískum kjarnorkuvopnum sem m.a. voru staðsett í Tyrklandi. Um miðjan október 1962 leiddu bandarískar njósnaflugvélar í ljós að verið var að vinna að uppsetningu eldflauganna. Bandaríkjastjórn setti þá hafnbann á Kúbu. Sjóhernum var fyrirskipað að sjá til þess að ekkert skip kæmist til landsins og var tæplega 300 herskipum stefnt til Kúbu til þess að framfylgja hafnbanninu og tugþúsundir bandarískra hermanna settir í viðbragðsstöðu vegna innrásar í landið. Það var reynslan af öguðum viðbrögðum vinnandi fólks á Kúbu árið áður sem stöðvaði áform um innrás. Þegar deilan stóð hvað hæst bað Kennedy varnarmálaráðuneytið að meta hversu margir bandarískir hermenn myndu falla ef til innrásar kæmi. Talan var 18.500 manns bara fyrstu 10 dagana. Kennedy mat það því svo, að pólitískur kostnaður innrásar væri of dýru verði keyptur og ákvað að hætta við. Tveimur dögum síðar tilkynnti Khrústsjov Kennedy að hann hefði fyrirskipað brottflutning eldflauganna frá Kúbu. Kúbustjórn fékk að vita af þessari ákvörðun í fréttatilkynninu í Moskvuútvarpinu. Bandaríkjastjórn krafðist þess í framhaldinu að stjórnvöld á Kúbu samþykktu að „eftirlitsaðilar“ kæmu til þess að „sannreyna“ hvort eldflaugarnar væru farnar. Fídel Castró tók það ekki í mál. „Við höfum hvorki gefist upp né höfum í hyggju að láta fullveldisréttindi okkar í hendur Bandaríkjaþingi,“ sagði hann við U Thant aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Castró var spurður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina árið 1992 hvort hann hefði samþykkt uppsetningu eldflauganna á sínum tíma ef hann hefði vitað hvernig Sovétríkin myndu bregðast við. Hann svaraði því neitandi. Á ráðstefnu í janúar 1992 um Kúbudeiluna þar sem fulltrúar frá Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kúbu tóku þátt, hafði Castró þetta að segja um beiðni Khrústsjov. „Við vorum ekkert sérstaklega áfram um að fá þessar eldflaugar ... vegna þess að þær gátu eyðilagt ímynd byltingarinnar ... í raun gert land okkar að sovéskri herstöð og það hefði haft háan pólitískan kostnað í för með sér.“ Viðskiptabannið Bandaríkjastjórn hefur gert sitt besta til þess að steypa byltingunni á Kúbu allar götur síðan 1959. Þar er enginn munur á ríkisstjórnum Demókrata og Repúblikana, Joseph Biden eða Donald Trump. Í febrúarbyrjun árið 1962 setti hún allsherjar viðskiptabann á landið og síðan hefur verið hert á því trekk í trekk. Ár eftir ár hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktað gegn viðskiptabanninu, nánast einróma. Hin seinni ár hafa íslensk stjórnvöld greitt atkvæði með ályktuninni en sátu eitt sinn hjá. Kúba hefur verið á lista yfir „ríki sem styðja hryðjuverk“ (State Sponsors of Terrorism) frá 1982 til 2015 og frá 2021 til þessa dags. Auk Kúbu eru á þeim lista Íran, Norður-Kórea og Sýrland. Fyrir fáeinum vikum bætti Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kúbu aftur á annan lista sem eru ríki sem „neita fullri samvinnu“ við Bandaríkin í baráttu „gegn hryðjuverkum“. Þar með er þrengt enn frekar að íbúum Kúbu um verslun og þjónustu af ýmsu tagi, sett bremsa á aðgang landsins að alþjóðlegu banka- og lánakerfi, og allur innflutningur hráefna, eldsneytis, lyfja og matvæla gerður erfiðari. Utanríkisráðuneyti Kúbu svaraði daginn eftir: „Land okkar hefur aldrei verið í samtökum sem hafa fjármagnað eða staðið fyrir hryðjuverkum gagnvart öðru ríki eða leyft öðrum að nota okkar landsvæði í þeim tilgangi. Sama verður ekki sagt um Bandaríkin.“ Kúba hefur orðið fyrir barðinu á fleiri hryðjuverkum en nokkurt annað ríki í heiminum. Fídel Castró fer yfir hryðjuverkin í viðtalsbókinni My life (eftir Ignacio Ramonet, kom út á ensku 2006). Frá nóvember 1961 til janúar 1963 voru gerðar „5.780 hryðjuverkaárásir á Kúbu, þar af 717 alvarlegs eðlis á iðnframleiðslufyrirtæki“. Alls 234 féllu og þúsundir særðust. Þessar tölur ná einvörðungu til fyrstu ára byltingarinnar. Gerðar voru margar tilraunir til að ráða Castró af dögum að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar, oft í nánu samstarfi við mafíuna eins og m.a. kemur fram í nýbirtum skjölum þar vestra í tengslum við morðið á Kennedy. En hver er réttlæting hryðjuverkastimpilsins? Bandaríkjastjórn setti Kúbu á fyrrnefndan lista 2020 fyrir að neita að framselja fulltrúa Þjóðfrelsishers Kólumbíu (ELN) sem mættu til friðarviðræðna í Havana ásamt fulltrúum ríkisstjórnar Kólumbíu. Forsaga málsins er sú að Kúbustjórn tók frumkvæði að friðarviðræðum milli ríkisstjórnar Kólumbíu og skæruliða (FARC). Ríkisstjórn Noregs tók þátt í viðræðunum og undirbúningi þeirra. Þær voru haldnar í Havana. Árið 2016 náðist samkomulag um að binda endi á deilurnar. Iván Duque þáverandi forseti Kólumbíu sleit síðan óvænt áframhaldandi viðræðunum 2019 og krafðist framsals fulltrúa ELN. Kúbanir höfnuðu að sjálfsögðu þeirri kröfu sem hefði verið brot á öllum hefðum og samþykktum. Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu dró síðan framsalsbeiðnina til baka og hóf viðræðurnar að nýju 2022. Þingið í Kólumbíu veitti Kúbustjórn viðurkenningu fyrir óeigingjarnt framlag til að stöðva vopnuð átök í landinu, sem var að sjálfsögðu áfall fyrir Bandaríkjastjórn. Viðræðunum var svo slitið í janúar á þessu ári þegar ELN greip aftur til vopna. Listinn yfir þau ríki sem Bandaríkjastjórn segir „neita fullri samvinnu“ um baráttu „gegn hryðjuverkum“ er ekki sá sami og listinn yfir „ríki sem styðja hryðjuverk“. Kúba er á þeim báðum. Trump bætti landinu aftur við síðarnefnda listann skömmu áður en hann lét af embætti 2021. Biden tók Kúbu af listanum sex dögum áður en hann hætti sem forseti í janúar 2025. Meðal fyrstu verka Trump var svo að bæta Kúbu aftur á listann. Þessa hræsni hvað varðar hlutverk Kúbu í friðarferlinu í Kólumbíu hefur Bandaríkjastjórn nýtt til þess að herða enn frekar að lífskjörum íbúa Kúbu. Djöfulgangur Bandaríkjastjórnar gagnvart Kúbu í þeim tilgangi að rústa þeirri fyrirmynd sem sósíalísk bylting í landinu hefur skapað hefur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá beinum hernaðarinnrásum og ögrunum á fyrstu árum byltingarinnar til samfelldra hryðjuverkaárása og áratuga viðskiptabanns. Ráðastéttin í Bandaríkjunum fyrirgefur ekki svo glatt þegar frá henni eru tekin ábatasöm viðskipti. Um það vitna ótal hernaðarinnrásir og íhlutanir, ekki hvað síst í löndum Mið- og Suður-Ameríku. Hryðjuverkastimplar, mannréttinda- og lýðræðishjal er einvörðungu notað í áróðursskyni og skiptir hana að öðru leyti engu máli. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu) og hefur margsinnis sótt Kúbu heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Rúm 60 ár eru liðin frá því Bandaríkin komu heiminum á heljarbrún kjarnorkustyrjaldar, atburður sem gjarnan er nefndur Kúbudeilan. Morgunblaðið var með sérstakan spjallfund um daginn í svonefndri Kjarvalsstofu á Hótel Holti í þætti sem blaðið nefnir Spursmál, en þar mun Björn Bjarnason hafa farið yfir þessa atburði í ljósi bókar Max Hastings, Kúbudeilan 1962. Ég hef litið lauslega yfir þessa bók og finnst við hæfi að rifja tvennt upp. Annars vegar sjálfa Kúbudeiluna og hins vegar viðskiptabann Bandaríkjanna sem enn er hert á. Kúbudeilan Allar götur frá því endi var bundinn á rúmlega hálfrar aldar drottnun ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum yfir Kúbu og einræðisherranum Fulgencio Batista var steypt af stóli 1. janúar 1959 hefur Bandaríkjastjórn gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að kollvarpa ávinningum alþýðu fólks í landinu. Strax eftir að Kúbanir höfðu gersigrað 1.500 manna málaliðaher Bandaríkjanna á innan við þremur dögum við Svínaflóa í apríl 1961, hófu Bandaríkin undirbúning nýrrar atlagna. Í maí sama ár kom leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) á fót svonefndri „Patty aðgerð“. Þar var m.a. áætlun um að ráða Fídel og Raul Castró af dögum, og einnig að láta sem ráðist hafi verið á Guantánamo-herstöðina á Kúbu og kalla þannig fram átök milli landanna. Bandaríkin höfðu í upphafi síðustu aldar komu sér upp og halda enn úti herstöð á Guantánamo, eins og frægt er orðið, og í óþökk Kúbana. Enn síðar það sama ár hratt ríkisstjórn J.F. Kennedys af stað „Mongoose aðgerðinni“ um enn frekari skemmdar- og hryðjuverk á Kúbu samfara undirbúningi fyrir stórfelld hernaðarafskipti Bandaríkjahers. Það var við þessar aðstæður að ríkisstjórn Kúbu samþykkti varnarsáttmála við Sovétríkin í júlí 1962. Hann fól í sér uppsetningu eldflauga á Kúbu og veru 42.000 sovéskra hermanna. Fídel Castró vildi að uppsetning eldflauganna yrði gerð opinber en Níkíta Khrústsjov forsætisráðherra Sovétríkjanna þvertók fyrir það. Á þessum tíma voru Sovétríkin umkringd bandarískum kjarnorkuvopnum sem m.a. voru staðsett í Tyrklandi. Um miðjan október 1962 leiddu bandarískar njósnaflugvélar í ljós að verið var að vinna að uppsetningu eldflauganna. Bandaríkjastjórn setti þá hafnbann á Kúbu. Sjóhernum var fyrirskipað að sjá til þess að ekkert skip kæmist til landsins og var tæplega 300 herskipum stefnt til Kúbu til þess að framfylgja hafnbanninu og tugþúsundir bandarískra hermanna settir í viðbragðsstöðu vegna innrásar í landið. Það var reynslan af öguðum viðbrögðum vinnandi fólks á Kúbu árið áður sem stöðvaði áform um innrás. Þegar deilan stóð hvað hæst bað Kennedy varnarmálaráðuneytið að meta hversu margir bandarískir hermenn myndu falla ef til innrásar kæmi. Talan var 18.500 manns bara fyrstu 10 dagana. Kennedy mat það því svo, að pólitískur kostnaður innrásar væri of dýru verði keyptur og ákvað að hætta við. Tveimur dögum síðar tilkynnti Khrústsjov Kennedy að hann hefði fyrirskipað brottflutning eldflauganna frá Kúbu. Kúbustjórn fékk að vita af þessari ákvörðun í fréttatilkynninu í Moskvuútvarpinu. Bandaríkjastjórn krafðist þess í framhaldinu að stjórnvöld á Kúbu samþykktu að „eftirlitsaðilar“ kæmu til þess að „sannreyna“ hvort eldflaugarnar væru farnar. Fídel Castró tók það ekki í mál. „Við höfum hvorki gefist upp né höfum í hyggju að láta fullveldisréttindi okkar í hendur Bandaríkjaþingi,“ sagði hann við U Thant aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Castró var spurður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina árið 1992 hvort hann hefði samþykkt uppsetningu eldflauganna á sínum tíma ef hann hefði vitað hvernig Sovétríkin myndu bregðast við. Hann svaraði því neitandi. Á ráðstefnu í janúar 1992 um Kúbudeiluna þar sem fulltrúar frá Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kúbu tóku þátt, hafði Castró þetta að segja um beiðni Khrústsjov. „Við vorum ekkert sérstaklega áfram um að fá þessar eldflaugar ... vegna þess að þær gátu eyðilagt ímynd byltingarinnar ... í raun gert land okkar að sovéskri herstöð og það hefði haft háan pólitískan kostnað í för með sér.“ Viðskiptabannið Bandaríkjastjórn hefur gert sitt besta til þess að steypa byltingunni á Kúbu allar götur síðan 1959. Þar er enginn munur á ríkisstjórnum Demókrata og Repúblikana, Joseph Biden eða Donald Trump. Í febrúarbyrjun árið 1962 setti hún allsherjar viðskiptabann á landið og síðan hefur verið hert á því trekk í trekk. Ár eftir ár hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktað gegn viðskiptabanninu, nánast einróma. Hin seinni ár hafa íslensk stjórnvöld greitt atkvæði með ályktuninni en sátu eitt sinn hjá. Kúba hefur verið á lista yfir „ríki sem styðja hryðjuverk“ (State Sponsors of Terrorism) frá 1982 til 2015 og frá 2021 til þessa dags. Auk Kúbu eru á þeim lista Íran, Norður-Kórea og Sýrland. Fyrir fáeinum vikum bætti Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kúbu aftur á annan lista sem eru ríki sem „neita fullri samvinnu“ við Bandaríkin í baráttu „gegn hryðjuverkum“. Þar með er þrengt enn frekar að íbúum Kúbu um verslun og þjónustu af ýmsu tagi, sett bremsa á aðgang landsins að alþjóðlegu banka- og lánakerfi, og allur innflutningur hráefna, eldsneytis, lyfja og matvæla gerður erfiðari. Utanríkisráðuneyti Kúbu svaraði daginn eftir: „Land okkar hefur aldrei verið í samtökum sem hafa fjármagnað eða staðið fyrir hryðjuverkum gagnvart öðru ríki eða leyft öðrum að nota okkar landsvæði í þeim tilgangi. Sama verður ekki sagt um Bandaríkin.“ Kúba hefur orðið fyrir barðinu á fleiri hryðjuverkum en nokkurt annað ríki í heiminum. Fídel Castró fer yfir hryðjuverkin í viðtalsbókinni My life (eftir Ignacio Ramonet, kom út á ensku 2006). Frá nóvember 1961 til janúar 1963 voru gerðar „5.780 hryðjuverkaárásir á Kúbu, þar af 717 alvarlegs eðlis á iðnframleiðslufyrirtæki“. Alls 234 féllu og þúsundir særðust. Þessar tölur ná einvörðungu til fyrstu ára byltingarinnar. Gerðar voru margar tilraunir til að ráða Castró af dögum að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar, oft í nánu samstarfi við mafíuna eins og m.a. kemur fram í nýbirtum skjölum þar vestra í tengslum við morðið á Kennedy. En hver er réttlæting hryðjuverkastimpilsins? Bandaríkjastjórn setti Kúbu á fyrrnefndan lista 2020 fyrir að neita að framselja fulltrúa Þjóðfrelsishers Kólumbíu (ELN) sem mættu til friðarviðræðna í Havana ásamt fulltrúum ríkisstjórnar Kólumbíu. Forsaga málsins er sú að Kúbustjórn tók frumkvæði að friðarviðræðum milli ríkisstjórnar Kólumbíu og skæruliða (FARC). Ríkisstjórn Noregs tók þátt í viðræðunum og undirbúningi þeirra. Þær voru haldnar í Havana. Árið 2016 náðist samkomulag um að binda endi á deilurnar. Iván Duque þáverandi forseti Kólumbíu sleit síðan óvænt áframhaldandi viðræðunum 2019 og krafðist framsals fulltrúa ELN. Kúbanir höfnuðu að sjálfsögðu þeirri kröfu sem hefði verið brot á öllum hefðum og samþykktum. Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu dró síðan framsalsbeiðnina til baka og hóf viðræðurnar að nýju 2022. Þingið í Kólumbíu veitti Kúbustjórn viðurkenningu fyrir óeigingjarnt framlag til að stöðva vopnuð átök í landinu, sem var að sjálfsögðu áfall fyrir Bandaríkjastjórn. Viðræðunum var svo slitið í janúar á þessu ári þegar ELN greip aftur til vopna. Listinn yfir þau ríki sem Bandaríkjastjórn segir „neita fullri samvinnu“ um baráttu „gegn hryðjuverkum“ er ekki sá sami og listinn yfir „ríki sem styðja hryðjuverk“. Kúba er á þeim báðum. Trump bætti landinu aftur við síðarnefnda listann skömmu áður en hann lét af embætti 2021. Biden tók Kúbu af listanum sex dögum áður en hann hætti sem forseti í janúar 2025. Meðal fyrstu verka Trump var svo að bæta Kúbu aftur á listann. Þessa hræsni hvað varðar hlutverk Kúbu í friðarferlinu í Kólumbíu hefur Bandaríkjastjórn nýtt til þess að herða enn frekar að lífskjörum íbúa Kúbu. Djöfulgangur Bandaríkjastjórnar gagnvart Kúbu í þeim tilgangi að rústa þeirri fyrirmynd sem sósíalísk bylting í landinu hefur skapað hefur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá beinum hernaðarinnrásum og ögrunum á fyrstu árum byltingarinnar til samfelldra hryðjuverkaárása og áratuga viðskiptabanns. Ráðastéttin í Bandaríkjunum fyrirgefur ekki svo glatt þegar frá henni eru tekin ábatasöm viðskipti. Um það vitna ótal hernaðarinnrásir og íhlutanir, ekki hvað síst í löndum Mið- og Suður-Ameríku. Hryðjuverkastimplar, mannréttinda- og lýðræðishjal er einvörðungu notað í áróðursskyni og skiptir hana að öðru leyti engu máli. Höfundur situr í stjórn VÍK (Vináttufélagi Íslands og Kúbu) og hefur margsinnis sótt Kúbu heim.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun