Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2025 13:01 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, hefur séð lið sitt taka hvert framfaraskrefið á fætur öðru í Bestu deildinni í ár þar sem að Fram er nýliði. Liðið er á þriggja leikja sigurgöngu og hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Í kvöld tekur Fram á móti Þrótti R. sem er eitt þeirra þriggja liða sem hefur halað inn flestu stigum í deildinni til þessa. Vísir/Samsett mynd Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar athyglisverðum leik Fram og Þróttar Reykjavíkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafnmörg stig og topplið Breiðabliks, hefur hikstað. Framundan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu. „Leggst bara mjög vel í mig. Alltaf gott að fá heimaleiki, það gefur okkur sjálfstraust en við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum að spila á móti mjög öflugu og vel þjálfuðu liði Þróttar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég býst við hörku leik, jafnari leik heldur en varð raunin í 1.umferðinni þar sem að mér fannst lið Þróttar bara töluvert sterkara en mitt lið. Ég býst við jafnari leik í dag og mikil eftirvænting fyrir honum.“ Umræddum leik í 1.umferð deildarinnar á AVIS vellinum í Laugardal, sem lesa má um hér í umfjölluninni að ofan, lauk með 3-1 sigri Þróttar en mikið vatn hefur runnið til sjávar þá. Þróttarar vissulega verið duglegar að ná inn sigrum en lið Fram hefur tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru að mati Óskars Smára og býr nú að þriggja leikja sigurgöngu komandi inn í leik kvöldsins. „Eins og flestir vita er ekki mikil úrvalsdeildar reynsla í liðinu okkar en ég hef alltaf bent á það á móti að hungrið, viljinn, gæði og geta leikmanna sé til staðar. Stelpurnar hafa tekið mjög stór og fagleg skref á stuttum tíma. Aðlagað sig vel að því umhverfi sem Besta deildin er því hún er erfiðari og sterkari en Lengjudeildin. Það hefur alltaf verið okkar einkenni að við viljum vera betri í dag en við vorum í gær, stelpurnar hafa tekið gríðarlegum framförum sem einstaklingar og lið. Við erum á mikilli uppleið.“ Býst við mjög hörðum Þrótturum Eftir að hafa verið á mikilli siglingu bæði í deild og bikar hefur lið Þróttar aðeins hikstað, þær töpuðu fyrir Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og í kjölfarið fylgdi tap á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni. Gerir það þær að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Það getur farið á báða vegu. Þær hafa tapað tveimur leikjum í röð og ég býst við þeim mjög, mjög, mjög aggressívum. Þær eru mjög agressívar á venjulegum degi en ég býst við þeim enn þá meira aggressívari í kvöld. Í þessum tveimur tapleikjum þeirra sér maður hins vegar ákveðna þætti sem við getum nýtt okkur í kvöld. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og aukið pressuna á þær þar sem að þær eru í toppbaráttu. En þetta getur líka haft þau áhrif að þær mæta tvíefldar til leiks í kvöld. Við getum búist við báðu frá Þrótturum í kvöld en fyrir mig snýst þetta um það hvað liðið mitt ætlar að gera, ekki Þróttur. Við erum undirbúin fyrir bæði.“ Hart barist í leik Fram og Þróttar R. í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Anton Brink Verið að tala inn það sama í öllum liðum Leikir tíundu umferðar Bestu deildar kvenna eru þeir síðustu fyrir rúmlega mánaðar hlé í deildinni vegna EM í Sviss og því enn mikilvægara að ná inn sigri í kvöld til þess að fara með góða tilfinningu inn í það hlé. „Hundrað prósent sammála því. Það er að koma, að mér finnst, bara góð pása. Verðskulduð og góð pása og það er alveg gríðarlega mikilvægt. Við erum á gríðarlegri siglingu, höfum unnið fimm af síðustu sex leikjum sem við höfum spilað í deildinni. Við erum á mikilli siglingu og viljum klára þá siglingu fyrir EM fríið með góðri frammistöðu sem getur skilað okkur góðum úrslitum í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Þróttar. Ég held að öll lið sem fara inn í þessa umferð tali það inn að enda fyrri part tímabils, ef svo má að orði komast, á þeim góðu nótum að geta haldið inn í fríið með sigur á bakinu.“ Leikur Fram og Þróttar R. á Lambhagavellinum í Bestu deild kvenna hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Leggst bara mjög vel í mig. Alltaf gott að fá heimaleiki, það gefur okkur sjálfstraust en við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum að spila á móti mjög öflugu og vel þjálfuðu liði Þróttar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég býst við hörku leik, jafnari leik heldur en varð raunin í 1.umferðinni þar sem að mér fannst lið Þróttar bara töluvert sterkara en mitt lið. Ég býst við jafnari leik í dag og mikil eftirvænting fyrir honum.“ Umræddum leik í 1.umferð deildarinnar á AVIS vellinum í Laugardal, sem lesa má um hér í umfjölluninni að ofan, lauk með 3-1 sigri Þróttar en mikið vatn hefur runnið til sjávar þá. Þróttarar vissulega verið duglegar að ná inn sigrum en lið Fram hefur tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru að mati Óskars Smára og býr nú að þriggja leikja sigurgöngu komandi inn í leik kvöldsins. „Eins og flestir vita er ekki mikil úrvalsdeildar reynsla í liðinu okkar en ég hef alltaf bent á það á móti að hungrið, viljinn, gæði og geta leikmanna sé til staðar. Stelpurnar hafa tekið mjög stór og fagleg skref á stuttum tíma. Aðlagað sig vel að því umhverfi sem Besta deildin er því hún er erfiðari og sterkari en Lengjudeildin. Það hefur alltaf verið okkar einkenni að við viljum vera betri í dag en við vorum í gær, stelpurnar hafa tekið gríðarlegum framförum sem einstaklingar og lið. Við erum á mikilli uppleið.“ Býst við mjög hörðum Þrótturum Eftir að hafa verið á mikilli siglingu bæði í deild og bikar hefur lið Þróttar aðeins hikstað, þær töpuðu fyrir Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og í kjölfarið fylgdi tap á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni. Gerir það þær að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Það getur farið á báða vegu. Þær hafa tapað tveimur leikjum í röð og ég býst við þeim mjög, mjög, mjög aggressívum. Þær eru mjög agressívar á venjulegum degi en ég býst við þeim enn þá meira aggressívari í kvöld. Í þessum tveimur tapleikjum þeirra sér maður hins vegar ákveðna þætti sem við getum nýtt okkur í kvöld. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og aukið pressuna á þær þar sem að þær eru í toppbaráttu. En þetta getur líka haft þau áhrif að þær mæta tvíefldar til leiks í kvöld. Við getum búist við báðu frá Þrótturum í kvöld en fyrir mig snýst þetta um það hvað liðið mitt ætlar að gera, ekki Þróttur. Við erum undirbúin fyrir bæði.“ Hart barist í leik Fram og Þróttar R. í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.Vísir/Anton Brink Verið að tala inn það sama í öllum liðum Leikir tíundu umferðar Bestu deildar kvenna eru þeir síðustu fyrir rúmlega mánaðar hlé í deildinni vegna EM í Sviss og því enn mikilvægara að ná inn sigri í kvöld til þess að fara með góða tilfinningu inn í það hlé. „Hundrað prósent sammála því. Það er að koma, að mér finnst, bara góð pása. Verðskulduð og góð pása og það er alveg gríðarlega mikilvægt. Við erum á gríðarlegri siglingu, höfum unnið fimm af síðustu sex leikjum sem við höfum spilað í deildinni. Við erum á mikilli siglingu og viljum klára þá siglingu fyrir EM fríið með góðri frammistöðu sem getur skilað okkur góðum úrslitum í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Þróttar. Ég held að öll lið sem fara inn í þessa umferð tali það inn að enda fyrri part tímabils, ef svo má að orði komast, á þeim góðu nótum að geta haldið inn í fríið með sigur á bakinu.“ Leikur Fram og Þróttar R. á Lambhagavellinum í Bestu deild kvenna hefst klukkan sex í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira