Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 17:30 Valur er með þrautreyndar landsliðskonur í sínum röðum en ekkert hefur gengið upp hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar. vísir/Jón Gautur „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki