Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 15:19 Erfiðlega hefur gengið að finna starfsfólk á bóndabæi víða í Bandaríkjunum. AP//Damian Dovarganes Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu. Ákveðin ró myndaðist á þessum sviðum en það varði þó ekki lengi. Í gær (miðvikudag) var því svo lýst yfir að engir sérstakir staðir eða geirar yrðu öruggir fyrir fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega. Forsvarsmenn hagsmunaaðila fyrirtækja í umræddum geirum segja ástandið óviðunandi. Ekki sé hægt að reka fyrirtæki við aðstæður sem þessar, þar sem stefnur stjórnvalda breytast svo oft. Einn slíkur forsvarsmaður sagði í samtali við AP fréttaveituna að óttinn hafi aftur stungið upp kollinum. Fjölmargir starfsmenn séu í áfalli. Skipaði leiðtogum ICE að fimmfalda handtökur Eins og frægt er hefur Trump heitið því að vísa milljónum manna sem halda ólöglega til í Bandaríkjunum úr landi. Sérstök áhersla var lögð á fólk sem brýtur af sér í Bandaríkjunum en brottvísanir hafa þó ekki verið mjög margar, í sögulegu samhengi. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að sífellt færri hafa reynt að komast ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðan Trump tók við embætti og meinaði fólki að koma að landamærunum og sækja um hæli. Landamærunum hefur svo gott sem verið lokað. Tölfræði um handtökur og brottvísanir hefur því ekki litið nægilega vel út, meðal Trump-liða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, fór á dögunum á fund yfirmanna ICE og er hann sagður hafa húðskammað þá vegna tölfræðinnar og krafið þá um fleiri handtökur. Hann setti þeim það markmið að ná þrjú þúsund handtökum á dag en fyrstu fimm mánuði seinni valdatíðar Trumps var meðaltalið um 650 handtökur á dag. Miller sagði leiðtogum ICE að hætta að einblína á glæpamenn og byrja að handtaka alla sem eru í Bandaríkjunum ólöglega, jafnvel þó þeir hafi aldrei brotið af sér. Sérstök áhersla hefur verið lögð á borgir þar sem Demókratar halda í stjórnartaumana. Hrætt fólk mætir ekki til vinnu Eftir þennan fundhafa grímuklæddir útsendarar ICE verið sýnilegir víða um Bandaríkin í leit að farand- og flóttafólki til að handtaka. Útsendarar ICE hafa einnig setið fyrir fólki í dómshúsum, þar sem farandfólk hefur verið skipað að mæta í dómsal vegna hælisumsókna þeirra. Þeir mættu á bóndabæi þar sem þeir handtóku allt að helming starfsfólks. Einnig hafa þeir gert áhlaup á verksmiðjur, hótel og veitingastaði. Í einu tilfelli fækkaði starfsmönnum mjólkurbýlis í Nýju Mexíkó úr 55 í tuttugu eftir áhlaup ICE. Í einum aldingarði í Washingtonríki þar sem yfirleitt eru ráðnir um 150 farandverkamenn til að týna ávexti, fengust einungis tuttugu til að vinna. Það er þrátt fyrir að útsendarar ICE hafi ekki verið á svæðinu, heldur hafi orðrómur um þá verið á kreiki. Þetta ástand hefur haft mikil áhrif á fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum, hvort sem þau eru í Bandaríkjunum ólöglega eða ekki. Margir óttast að enda í höndum ICE og vera vísað úr landi án dóms og laga, sem vitað er að hefur gerst. Einn veitingamaður í Los Angeles sagði í samtali við blaðamann AP að fólk væri of hrætt til að mæta í vinnuna. Mörgum fyndist aðgerðir ICE eingöngu snúast um húðlit fólks. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Yfirtaka Trumps á þjóðvarðliðinu dæmd ólögleg en hann heldur stjórninni Bandarískur dómari skipaði seint í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að færa stjórn þjóðvarðliða í Kaliforníu aftur í hendur Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Dómarinn sagði að Trump hefði tekið stjórn á þjóðvarðliði ríkisins með ólöglegum hætti. Hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt og farið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. 13. júní 2025 10:19 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa handtekið nærri fjögur hundruð manns vegna mótmælanna sem fram hafa farið í borginni síðan á laugardag. Ró er að færast yfir borgina. 12. júní 2025 00:05 Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Ákveðin ró myndaðist á þessum sviðum en það varði þó ekki lengi. Í gær (miðvikudag) var því svo lýst yfir að engir sérstakir staðir eða geirar yrðu öruggir fyrir fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega. Forsvarsmenn hagsmunaaðila fyrirtækja í umræddum geirum segja ástandið óviðunandi. Ekki sé hægt að reka fyrirtæki við aðstæður sem þessar, þar sem stefnur stjórnvalda breytast svo oft. Einn slíkur forsvarsmaður sagði í samtali við AP fréttaveituna að óttinn hafi aftur stungið upp kollinum. Fjölmargir starfsmenn séu í áfalli. Skipaði leiðtogum ICE að fimmfalda handtökur Eins og frægt er hefur Trump heitið því að vísa milljónum manna sem halda ólöglega til í Bandaríkjunum úr landi. Sérstök áhersla var lögð á fólk sem brýtur af sér í Bandaríkjunum en brottvísanir hafa þó ekki verið mjög margar, í sögulegu samhengi. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að sífellt færri hafa reynt að komast ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðan Trump tók við embætti og meinaði fólki að koma að landamærunum og sækja um hæli. Landamærunum hefur svo gott sem verið lokað. Tölfræði um handtökur og brottvísanir hefur því ekki litið nægilega vel út, meðal Trump-liða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, fór á dögunum á fund yfirmanna ICE og er hann sagður hafa húðskammað þá vegna tölfræðinnar og krafið þá um fleiri handtökur. Hann setti þeim það markmið að ná þrjú þúsund handtökum á dag en fyrstu fimm mánuði seinni valdatíðar Trumps var meðaltalið um 650 handtökur á dag. Miller sagði leiðtogum ICE að hætta að einblína á glæpamenn og byrja að handtaka alla sem eru í Bandaríkjunum ólöglega, jafnvel þó þeir hafi aldrei brotið af sér. Sérstök áhersla hefur verið lögð á borgir þar sem Demókratar halda í stjórnartaumana. Hrætt fólk mætir ekki til vinnu Eftir þennan fundhafa grímuklæddir útsendarar ICE verið sýnilegir víða um Bandaríkin í leit að farand- og flóttafólki til að handtaka. Útsendarar ICE hafa einnig setið fyrir fólki í dómshúsum, þar sem farandfólk hefur verið skipað að mæta í dómsal vegna hælisumsókna þeirra. Þeir mættu á bóndabæi þar sem þeir handtóku allt að helming starfsfólks. Einnig hafa þeir gert áhlaup á verksmiðjur, hótel og veitingastaði. Í einu tilfelli fækkaði starfsmönnum mjólkurbýlis í Nýju Mexíkó úr 55 í tuttugu eftir áhlaup ICE. Í einum aldingarði í Washingtonríki þar sem yfirleitt eru ráðnir um 150 farandverkamenn til að týna ávexti, fengust einungis tuttugu til að vinna. Það er þrátt fyrir að útsendarar ICE hafi ekki verið á svæðinu, heldur hafi orðrómur um þá verið á kreiki. Þetta ástand hefur haft mikil áhrif á fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum, hvort sem þau eru í Bandaríkjunum ólöglega eða ekki. Margir óttast að enda í höndum ICE og vera vísað úr landi án dóms og laga, sem vitað er að hefur gerst. Einn veitingamaður í Los Angeles sagði í samtali við blaðamann AP að fólk væri of hrætt til að mæta í vinnuna. Mörgum fyndist aðgerðir ICE eingöngu snúast um húðlit fólks.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Yfirtaka Trumps á þjóðvarðliðinu dæmd ólögleg en hann heldur stjórninni Bandarískur dómari skipaði seint í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að færa stjórn þjóðvarðliða í Kaliforníu aftur í hendur Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Dómarinn sagði að Trump hefði tekið stjórn á þjóðvarðliði ríkisins með ólöglegum hætti. Hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt og farið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. 13. júní 2025 10:19 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa handtekið nærri fjögur hundruð manns vegna mótmælanna sem fram hafa farið í borginni síðan á laugardag. Ró er að færast yfir borgina. 12. júní 2025 00:05 Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Yfirtaka Trumps á þjóðvarðliðinu dæmd ólögleg en hann heldur stjórninni Bandarískur dómari skipaði seint í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að færa stjórn þjóðvarðliða í Kaliforníu aftur í hendur Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Dómarinn sagði að Trump hefði tekið stjórn á þjóðvarðliði ríkisins með ólöglegum hætti. Hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt og farið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. 13. júní 2025 10:19
Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51
Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa handtekið nærri fjögur hundruð manns vegna mótmælanna sem fram hafa farið í borginni síðan á laugardag. Ró er að færast yfir borgina. 12. júní 2025 00:05
Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50