Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2025 07:31 Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun