Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2025 07:31 Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun