„Sem betur fer fleiri leiðir að því að spila fótbolta“ 16. júní 2025 20:05 Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með liðið sitt þrátt fyir tap. vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Þór/KA með tveimur mörkum gegn engu í Boganum á Akureyri í Bestu deild kvenna fyrr í dag. Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA var mjög ánægður með liðið sitt í dag og fór um víðan völl í viðtal eftir leik. „Vont að tapa. Til hamingju Breiðablik, þær gerðu það vel sem þær gerðu og þetta er frábært lið. Rosaleg breidd, vel þjálfað lið og í hörku formi, bara erfitt að eiga við þetta. Þú þarft að eiga, kannski eins og FH sýndi um daginn á móti þeim, þú þarft eiginlega að eiga nánast fullkominn leik til þess að geta unnið þær og það var rosa svekkjandi hjá okkur að hafa ekki aðeins meiri orku á tönkunum í dag vegna þess að það sem mér fannst við gera vel rosalegan stóra hluta leiksins gerði það að verkum að við vorum ekki nógu ferskar og höfðum ekki alveg nóga mikla orku þegar kom að því að byggja upp sóknirnar almennilega og klára þær á síðasta þriðjungi vallarins.“ Til fleiri leiðir en ein til að spila fótbolta Vísir/Pawel Cieslikiewicz Undirrituðum fannst Breiðablik hafa mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spurði því Jóhann hvort hann hefði átt að breyta einhverju fyrr í leiknum til að bregðast við yfirburðum Blika. „Nei. Það sem þér finnst vera yfirburðir Breiðabliks í leiknum er að þær voru meira með boltann og það er bara sem betur fer fleiri leiðir að því að spila fótbolta en það og það er rosa erfitt, þó margir hafi reynt það, að bæði liðin haldi í boltann í einu. Við stýrðum að miklu leyti í fyrri hálfleik hvernig leikurinn spilaðist og við gerum mistök í þrjú skipti og þær skora tvö mörk. Það er ofsalega sárt að horfa upp á það. Þær hefðu mögulega getað gert eitt mark í viðbót, kannski tvö, þar sem þeir eru bara með gæði til þess að refsa þegar við erum að spila upp en við vorum bara með, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér, sem ég held ekki frekar en venjulega, nálgun á þennan leik öðruvísi en við höfum verið í sumar og það er ótrúlega heimskulegt, og mér er bara alveg nákvæmlega sama, að segja það að hún gekk ótrúlega vel, en bara gæði Breiðabliks urðu til þess að skora tvö og eiga nokkur góð færi í viðbót.“ Vöntun á orkustigi „Vöntun á orku hjá okkur varð til þess að við komumst ekki í þær stöður sem við vorum búnar að opna og gera vel. Ég er mjög ánægður með hópinn minn í dag, liðið stóð sig hrikalega vel en við höfðum bara ekki jafn mikla orku og þær og það er augljóst mál af hverju líka.“ Síðasti leikur Þór/KA fyrir hlé er heimaleikur gegn Víkingi á laugardaginn kemur. Verða breytingar á leikskipulagi liðsins fyrir þann leik? „Alveg örugglega. Við munum bara skoða það núna í vikunni. Við þurfum að hvíla okkur og ná orku og svo veltum við því fyrir okkur hvernig við mætum Víkingunum sem eru með feikilega vel mannað lið sem hefur ekki verið að ganga vel en þær eru komnar með blóð á tennurnar eftir síðasta leik þannig við þurfum að vera alveg á tánum til að landa þeim sigri en við erum hundleið á að tapa. Eins og ég segi þetta er búið að vera aðeins prógramm hjá okkur.“ Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA var mjög ánægður með liðið sitt í dag og fór um víðan völl í viðtal eftir leik. „Vont að tapa. Til hamingju Breiðablik, þær gerðu það vel sem þær gerðu og þetta er frábært lið. Rosaleg breidd, vel þjálfað lið og í hörku formi, bara erfitt að eiga við þetta. Þú þarft að eiga, kannski eins og FH sýndi um daginn á móti þeim, þú þarft eiginlega að eiga nánast fullkominn leik til þess að geta unnið þær og það var rosa svekkjandi hjá okkur að hafa ekki aðeins meiri orku á tönkunum í dag vegna þess að það sem mér fannst við gera vel rosalegan stóra hluta leiksins gerði það að verkum að við vorum ekki nógu ferskar og höfðum ekki alveg nóga mikla orku þegar kom að því að byggja upp sóknirnar almennilega og klára þær á síðasta þriðjungi vallarins.“ Til fleiri leiðir en ein til að spila fótbolta Vísir/Pawel Cieslikiewicz Undirrituðum fannst Breiðablik hafa mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spurði því Jóhann hvort hann hefði átt að breyta einhverju fyrr í leiknum til að bregðast við yfirburðum Blika. „Nei. Það sem þér finnst vera yfirburðir Breiðabliks í leiknum er að þær voru meira með boltann og það er bara sem betur fer fleiri leiðir að því að spila fótbolta en það og það er rosa erfitt, þó margir hafi reynt það, að bæði liðin haldi í boltann í einu. Við stýrðum að miklu leyti í fyrri hálfleik hvernig leikurinn spilaðist og við gerum mistök í þrjú skipti og þær skora tvö mörk. Það er ofsalega sárt að horfa upp á það. Þær hefðu mögulega getað gert eitt mark í viðbót, kannski tvö, þar sem þeir eru bara með gæði til þess að refsa þegar við erum að spila upp en við vorum bara með, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér, sem ég held ekki frekar en venjulega, nálgun á þennan leik öðruvísi en við höfum verið í sumar og það er ótrúlega heimskulegt, og mér er bara alveg nákvæmlega sama, að segja það að hún gekk ótrúlega vel, en bara gæði Breiðabliks urðu til þess að skora tvö og eiga nokkur góð færi í viðbót.“ Vöntun á orkustigi „Vöntun á orku hjá okkur varð til þess að við komumst ekki í þær stöður sem við vorum búnar að opna og gera vel. Ég er mjög ánægður með hópinn minn í dag, liðið stóð sig hrikalega vel en við höfðum bara ekki jafn mikla orku og þær og það er augljóst mál af hverju líka.“ Síðasti leikur Þór/KA fyrir hlé er heimaleikur gegn Víkingi á laugardaginn kemur. Verða breytingar á leikskipulagi liðsins fyrir þann leik? „Alveg örugglega. Við munum bara skoða það núna í vikunni. Við þurfum að hvíla okkur og ná orku og svo veltum við því fyrir okkur hvernig við mætum Víkingunum sem eru með feikilega vel mannað lið sem hefur ekki verið að ganga vel en þær eru komnar með blóð á tennurnar eftir síðasta leik þannig við þurfum að vera alveg á tánum til að landa þeim sigri en við erum hundleið á að tapa. Eins og ég segi þetta er búið að vera aðeins prógramm hjá okkur.“
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira