Ríkjandi meistarinn úr leik og aðeins þrír kylfingar undir pari Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 15:31 Bryson DeChambeau spilaði skelfilegar seinni níu holur í gær og náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir tvo keppnisdaga á hinum erfiða Oakmont golfvelli eru aðeins þrír kylfingar með skor undir pari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Ríkjandi meistarinn Bryson DeChambeau missti af niðurskurðinum. Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sjá meira
Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sjá meira