Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 00:07 JJ Spaun átti besta hringinn í dag en það á margt eftir að gerast áður en meistari verður krýndur á sunnudaginn. Getty/Patrick Smith Bandaríkjamaðurinn JJ Spaun er einn með forystuna eftir fyrsta hring á Opna bandaríska mótinu í golfi og honum tókst að sleppa alfarið við skolla á Oakmont Country Club vellinum í dag. Spaun, sem tapaði fyrir Rory McIlroy í bráðabana á The Players í mars, lék á 66 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Hann er einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Thriston Lawrence. Á meðal þeirra sem næstir koma þar á eftir eru Brooks Koepka á -2 höggum og Jon Rahm á -1 höggi en ljóst er að aðeins um tíu kylfingar klára fyrsta hringinn undir pari. How good was JJ Spaun today?He holed 18-of-19 putts inside 20 feet.At Oakmont?!pic.twitter.com/neid5Q0HqV— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) June 12, 2025 Völlurinn reyndist mörgum af bestu kylfingunum erfiður í dag og er Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda á +4 höggum, og Bryson DeChambeau á +3 höggum. „Þessi golfvöllur getur náð þér ansi fljótt og maður verður bara að vera upp á sitt allra besta. Hann náði mér og ég var ekki upp á mitt besta, svo ég er frekar vonsvikinn með mína spilamennsku. En það munar ekkert allt of miklu. Ég verð að ná púttunum aðeins betur og þá kemur þetta, því 3 yfir hefði alveg getað verið 2 undir í dag,“ sagði DeChambeau. STAÐAN Á MÓTINU Spaun fékk fjóra fugla á fyrstu átta holunum í dag og fékk eins og fyrr segir ekki einn einasta skolla. „Ég kom hingað án þess að hafa neina sögu hérna á Oakmont, vissi í raun ekki við hverjum væri að búast, líka hvað Opna bandaríska varðar. Þetta er bara annað skiptið mitt. Ég veit ekki hvort það létti eitthvað á mér en ég reyndi bara einhvern veginn að taka það sem völlurinn gaf mér,“ sagði Spaun eftir hringinn. Hann viðurkenndi að völlurinn væri erfiður og að leiðin að árangri væri að geta bjargað sér úr erfiðum aðstæðum, sem hann hefði gert afar vel í dag. Keppni á Opna bandaríska heldur áfram fram á sunnudag en bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst klukkan 16 á Sýn Sport Viaplay. Golf Opna bandaríska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spaun, sem tapaði fyrir Rory McIlroy í bráðabana á The Players í mars, lék á 66 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Hann er einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Thriston Lawrence. Á meðal þeirra sem næstir koma þar á eftir eru Brooks Koepka á -2 höggum og Jon Rahm á -1 höggi en ljóst er að aðeins um tíu kylfingar klára fyrsta hringinn undir pari. How good was JJ Spaun today?He holed 18-of-19 putts inside 20 feet.At Oakmont?!pic.twitter.com/neid5Q0HqV— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) June 12, 2025 Völlurinn reyndist mörgum af bestu kylfingunum erfiður í dag og er Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda á +4 höggum, og Bryson DeChambeau á +3 höggum. „Þessi golfvöllur getur náð þér ansi fljótt og maður verður bara að vera upp á sitt allra besta. Hann náði mér og ég var ekki upp á mitt besta, svo ég er frekar vonsvikinn með mína spilamennsku. En það munar ekkert allt of miklu. Ég verð að ná púttunum aðeins betur og þá kemur þetta, því 3 yfir hefði alveg getað verið 2 undir í dag,“ sagði DeChambeau. STAÐAN Á MÓTINU Spaun fékk fjóra fugla á fyrstu átta holunum í dag og fékk eins og fyrr segir ekki einn einasta skolla. „Ég kom hingað án þess að hafa neina sögu hérna á Oakmont, vissi í raun ekki við hverjum væri að búast, líka hvað Opna bandaríska varðar. Þetta er bara annað skiptið mitt. Ég veit ekki hvort það létti eitthvað á mér en ég reyndi bara einhvern veginn að taka það sem völlurinn gaf mér,“ sagði Spaun eftir hringinn. Hann viðurkenndi að völlurinn væri erfiður og að leiðin að árangri væri að geta bjargað sér úr erfiðum aðstæðum, sem hann hefði gert afar vel í dag. Keppni á Opna bandaríska heldur áfram fram á sunnudag en bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst klukkan 16 á Sýn Sport Viaplay.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira