Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 22:25 Bíllinn verður hundrað ára gamall 2. júlí 2026. Talsverðar skemmdir urðu á honum í brunanum. Facebook Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“ Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“
Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira