Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 22:32 Björgvin Sævarsson keyrir um bæinn á Teslu með einkanúmerinu TRUMP. Vísir/Stefán Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra. Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra.
Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira