Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 09:07 Fólk virðir fyrir sér brak úr farþegaþotu Air India sem hrapaði í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðvestanverðu Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira