Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2025 07:07 Dönsk F-16 herþota á Keflavíkurflugvelli. Þær hafa sinnt loftrýmiseftirliti við Ísland en verða núna staðsettar á flugvellinum í Kangerlussuaq. Flyvevåbnet Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. Í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands kemur fram að meðal annars verði tvær stórar herþyrlur af gerðinni EH-101 staðsettar í Nuuk, freigáta verði send til að styrkja varnarviðbúnað á hafi og F-16 herþotur verði staðsettar í Kangerlussuaq til eftirlits á vesturströnd Grænlands. Stöð 2 fjallaði um hervæðingu Kangerlussuaq-flugvallar í þessari frétt árið 2019: Heræfingar verði auknar með vetrarþjálfun og æfingum sérsveita í tengslum við mikilvæga innviði. Þá mun grænlenskum ungmennum bjóðast grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum. Með fréttatilkynningu um aukna viðveru á Grænlandi birti danski herinn þessa mynd af freigátunni Niels Juel, sem kom við í Þórshöfn í Færeyjum á fimmtudag á leið sinni til Grænlands.Simon Elbeck/Forsvaret Fram kemur að landsstjórn Grænlands hafi við undirbúning málsins átt í nánu samráði við varnarmálaráðherrann Troels Lund Poulsen og yfirmann danska hersins, Michael Wiggers Hyldgaard hershöfðingja. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, og Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.Naalakkersuisut „Staða öryggis- og varnarmála krefst þess að danski herinn æfi getu sína til að starfa á og í kringum Grænland. Það hefur verið forgangsverkefni landsstjórnar Grænlands að tryggja þátttöku heimamanna og að við sem íbúar styrkjum framlag okkar til öryggis lands okkar. Ég hlakka til að sjá nemendur í grunnnámi á norðurslóðum leggja sitt af mörkum til verkefnisins,” er haft eftir Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra landsstjórnar Grænlands í tilkynningunni. Dönsk herþyrla af gerðinni Agusta Westland EH-101.Flyvevåbnet „Frá því að ég varð varnarmálaráðherra hefur það verið forgangsverkefni mitt að efla öryggi á norðurslóðum og ég kann mjög að meta hið nána samstarf sem ég á við grænlensku landsstjórnina. Aukin viðvera danska hersins verður að gerast með hliðsjón af aðstæðum á hverjum stað og sérstökum áskorunum í öryggisstefnu á Grænlandi,“ er haft eftir varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen. Ein 2.800 metra löng flugbraut er í Kangerlussuaq. Þetta var aðalmillilandaflugvöllur Grænlands fram að opnun nýrrar flugbrautar í Nuuk í fyrra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Stjórnvöld Grænlands og Danmerkur hafa ákveðið að efla hernaðarmátt á norðurslóðum. Kjarnaverkefni danska hersins er að framfylgja fullveldi og vernda allt konungsríkið. Við erum til staðar á landi, á sjó, á ísnum og í lofti á og við Grænland. Og við gerum það í nánu samstarfi við grænlensk stjórnvöld,“ er haft eftir hershöfðingjanum Michael W. Hyldgaard í fréttatilkynningu danska hersins. Grænland Öryggis- og varnarmál Danmörk NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands kemur fram að meðal annars verði tvær stórar herþyrlur af gerðinni EH-101 staðsettar í Nuuk, freigáta verði send til að styrkja varnarviðbúnað á hafi og F-16 herþotur verði staðsettar í Kangerlussuaq til eftirlits á vesturströnd Grænlands. Stöð 2 fjallaði um hervæðingu Kangerlussuaq-flugvallar í þessari frétt árið 2019: Heræfingar verði auknar með vetrarþjálfun og æfingum sérsveita í tengslum við mikilvæga innviði. Þá mun grænlenskum ungmennum bjóðast grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum. Með fréttatilkynningu um aukna viðveru á Grænlandi birti danski herinn þessa mynd af freigátunni Niels Juel, sem kom við í Þórshöfn í Færeyjum á fimmtudag á leið sinni til Grænlands.Simon Elbeck/Forsvaret Fram kemur að landsstjórn Grænlands hafi við undirbúning málsins átt í nánu samráði við varnarmálaráðherrann Troels Lund Poulsen og yfirmann danska hersins, Michael Wiggers Hyldgaard hershöfðingja. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, og Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.Naalakkersuisut „Staða öryggis- og varnarmála krefst þess að danski herinn æfi getu sína til að starfa á og í kringum Grænland. Það hefur verið forgangsverkefni landsstjórnar Grænlands að tryggja þátttöku heimamanna og að við sem íbúar styrkjum framlag okkar til öryggis lands okkar. Ég hlakka til að sjá nemendur í grunnnámi á norðurslóðum leggja sitt af mörkum til verkefnisins,” er haft eftir Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra landsstjórnar Grænlands í tilkynningunni. Dönsk herþyrla af gerðinni Agusta Westland EH-101.Flyvevåbnet „Frá því að ég varð varnarmálaráðherra hefur það verið forgangsverkefni mitt að efla öryggi á norðurslóðum og ég kann mjög að meta hið nána samstarf sem ég á við grænlensku landsstjórnina. Aukin viðvera danska hersins verður að gerast með hliðsjón af aðstæðum á hverjum stað og sérstökum áskorunum í öryggisstefnu á Grænlandi,“ er haft eftir varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen. Ein 2.800 metra löng flugbraut er í Kangerlussuaq. Þetta var aðalmillilandaflugvöllur Grænlands fram að opnun nýrrar flugbrautar í Nuuk í fyrra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Stjórnvöld Grænlands og Danmerkur hafa ákveðið að efla hernaðarmátt á norðurslóðum. Kjarnaverkefni danska hersins er að framfylgja fullveldi og vernda allt konungsríkið. Við erum til staðar á landi, á sjó, á ísnum og í lofti á og við Grænland. Og við gerum það í nánu samstarfi við grænlensk stjórnvöld,“ er haft eftir hershöfðingjanum Michael W. Hyldgaard í fréttatilkynningu danska hersins.
Grænland Öryggis- og varnarmál Danmörk NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent