„Þetta var allt eftir handriti“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. júní 2025 16:24 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. „Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur. Fram Besta deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
„Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur.
Fram Besta deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira