Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 10:02 Gunnlaugur Árni Sveinsson og Maja Örtengren spila betri bolta saman í dag. getty Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira