Hildur er nýr formaður Almannaheilla Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:54 Tómas Torfason, fráfarandi formaður Almannaheilla og Hildur Tryggvadóttir Flóvens, nýr formaður samtakanna. Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, á aðalfundi félagsins í gær og tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem hefur staðið í stefninu síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár. Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár.
Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira