Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:29 Rick og Chelsea eru meðal ríkisbubbanna sem fara í frí til Taílands í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn. Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira