Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:29 Rick og Chelsea eru meðal ríkisbubbanna sem fara í frí til Taílands í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn. Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans svipti sig lífi. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira