Ríkið keypti nýjan sendiherrabústað á 750 milljónir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 19:30 Íbúðin er á eftirsóttum stað í miðbæ Óslóar. Beleven studios fasteignasala Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins. Greint var frá því í apríl að Íslenska sendiráðið í Ósló hefði sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega milljarður íslenskra. Norski miðillinn E24 hafði eftir utanríkisráðueytinu að stefnt væri að því að selja dýr, stór viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem væru ódýrar í rekstri og krefðust minna viðhalds. Svo virðist sem bústaðurinn í Bygdøy hafi ekki selst enn sem komið er, en eignina má enn finna á norskum fasteignasíðum. Nýja íbúðin í miðbæ Óslóar var í eigu Stefans Strandberg fyrrverandi landsliðsmanns Noregs í fótbolta, sem keypti íbúðina árið 2020 á 38 milljónir norskra króna, sem gera um 479 milljónir á gengi dagsins í dag. Íbúðin sem um ræðir var áður þrjár aðgreindar íbúðir sem voru sameinaðar í eina mun stærri íbúð fyrir um tuttugu árum. Íbúðin er með þrjár svalir. Norski miðillinn E24 greinir frá því að Stefan hafi óskað eftir 65 milljónum norskra króna fyrir íbúðina, 819 milljónum íslenskra, en utanríkisráðuneytið festi kaup á henni á um það bil 750 milljónir íslenskra. E24 hafði eftir Anders Kverneberg, fasteignasalanum sem annaðist söluna, að hann væri mjög sáttur með söluna. Noregur Sendiráð Íslands Rekstur hins opinbera Íslendingar erlendis Fasteignamarkaður Utanríkismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Greint var frá því í apríl að Íslenska sendiráðið í Ósló hefði sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega milljarður íslenskra. Norski miðillinn E24 hafði eftir utanríkisráðueytinu að stefnt væri að því að selja dýr, stór viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem væru ódýrar í rekstri og krefðust minna viðhalds. Svo virðist sem bústaðurinn í Bygdøy hafi ekki selst enn sem komið er, en eignina má enn finna á norskum fasteignasíðum. Nýja íbúðin í miðbæ Óslóar var í eigu Stefans Strandberg fyrrverandi landsliðsmanns Noregs í fótbolta, sem keypti íbúðina árið 2020 á 38 milljónir norskra króna, sem gera um 479 milljónir á gengi dagsins í dag. Íbúðin sem um ræðir var áður þrjár aðgreindar íbúðir sem voru sameinaðar í eina mun stærri íbúð fyrir um tuttugu árum. Íbúðin er með þrjár svalir. Norski miðillinn E24 greinir frá því að Stefan hafi óskað eftir 65 milljónum norskra króna fyrir íbúðina, 819 milljónum íslenskra, en utanríkisráðuneytið festi kaup á henni á um það bil 750 milljónir íslenskra. E24 hafði eftir Anders Kverneberg, fasteignasalanum sem annaðist söluna, að hann væri mjög sáttur með söluna.
Noregur Sendiráð Íslands Rekstur hins opinbera Íslendingar erlendis Fasteignamarkaður Utanríkismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira