Inga endurvekur 25 metra regluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2025 14:12 Inga Sæland hefur gert breytingu á byggingarreglugerð. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira