Landskjörstjórn segir nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:01 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Vísir/Einar Landskjörstjórn telur brýnt að farið verði í nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að úrskurðarvald um niðurstöður kosninga sé ekki hjá Alþingi sjálfu. Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið. Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu landskjörstjórnar um alþingiskosningarnar 2024 sem birt hefur verið á vef Alþingis. Er þar vísað til alþingiskosninganna 2021, en framkvæmd þeirra og eftirmálar endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi voru mikið verið til umfjöllunar og nokkur eftirmál af þeim, þar með talið málarekstur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að kosningunum loknum. Í skýrslunni bendir landskjörstjórn ennfremur á að ítrekað hafi verið bent á þörfina að taka fleiri ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar og varða framkvæmd kosninga, þar með talið ákvæði um að meðmælum fyrir forsetakosningar skuli safna í landsfjórðungum, að lengja þann 45 daga frest við þingrofskosningar sem komi fram í 24. grein stjórnarskrárinnar og sömuleiðis að meta hvort tilefni sé til að skoða hvort ákvæði um kjörgengi séu of ströng. Landskjörstjórn bendir á að frá gildistöku kosningalaga 1. janúar 2022 hafi ýmsir vankantar á þeim komið í ljós sem rekja megi til breytts tækniumhverfis og samfélagsaðstæðna sem hafi haft áhrif á framkvæmd laganna. Einnig sé að finna ákveðið innbyrðis ósamræmi í lögunum sem hafi komið í ljós við beitingu þeirra. Þrennar kosningar hafa farið fram frá gildistöku laganna í ársbyrjun 2022 og telur landskjörstjórn ljóst áfram sé tilefni til úrbóta. „Það þarf að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í lokaorðum skýrslunnar Í skýrslunni er einnig farið yfir að áskorun sé að halda alþingiskosningar um hávetur þegar allra veðra sé von. Landskjörstjórn hafi lagt á það áherslu að stefna fólki ekki í hættu þótt komast þyrfti á kjörstað og flytja atkvæði á milli staða. Þegar á heildina er litið hafi framkvæmd kosninganna gengið vel og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir hríðarbyl og óveður á köflum víðs vegar um landið.
Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira