Væbaramanía og múgæsingur er nýtt átak var kynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 20:31 Hljómsveitin Væb héldu tónleika fyrir nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar á Thorsplaninu. Vísir/Anton Brink Hálfgerður múgæsingur myndaðist á Thorsplani þegar að foreldraráð Hafnarfjarðarbæjar með hjálp VÆB-bræðra kynntu nýtt framtak sem boðar símalaust sumar fyrir grunnskólanemendur. Krakkar í banastuði sögðu það ekki koma til greina að vera í símanum. Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir. Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir.
Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira