Vopnaður heimagerðum eldvörpum Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2025 07:11 AP og skjáskot Átta eru sárir eftir að árásarmaður kastaði eldsprengjum að hópi fólks sem kom saman á torgi í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum til þess að krefjast þess að ísraelsku gíslunum á Gasa verði sleppt úr haldi. Hinir særðu, sem eru á aldrinum 52 til 88 ára hafa komið saman reglulega á torginu undanfarna mánuði og árásarmaðurinn er sagður 45 ára gamall Egypti, Mohamed Sabry Soliman. Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi. Bandaríkin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi.
Bandaríkin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira