Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2025 13:46 Hér má sjá þau svæði þar sem gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun og hinn. Veðurstofa Íslands Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. „Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti. Veður Landbúnaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti.
Veður Landbúnaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira