„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 17:01 Kylie Jenner dáist hér að sínum manni, Timothee Chalamet, sem fylgist spenntur með gangi mála í MSG-höllinni. Getty Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks. Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði. Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði.
Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira