Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun