Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. maí 2025 20:02 Ross Edgley hefur ýmsa fjöruna sopið, eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. vísir/skjáskot Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“ Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“
Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira