Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. maí 2025 20:02 Ross Edgley hefur ýmsa fjöruna sopið, eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. vísir/skjáskot Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“ Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“
Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira