Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka

Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.
Tengdar fréttir

Sala á Íslandsbanka myndi auka líkur á uppfærslu hjá vísitölufyrirtækjum
Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum.

Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir
Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna.

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku.