Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. maí 2025 07:00 Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar