Skoðun

Eitt ei­lífðar smá­blóm með titrandi tár

Katrín Matthíasdóttir skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár

sprengt í tætlur, deyjandi undir húsarústum - mamma, pabbi þetta er vont - skotið af drónum, skriðdrekum, leyniskyttum, aflimað, afhöfðað, sært á allan hugsanlegan hryllilegan máta - barnið grætur, það er hrætt - mamma, pabbi hvar eruð þið - mamma, pabbi.

19 mánuðir af daglegum barnsmorðum í beinni.

18 þúsund börn myrt, drepin á hrottafenginn hátt - að meðaltali 30 börn á dag.

Þúsundir barna særð og hvergi í heiminum fleiri börn sem hafa misst útlimi.

14 þúsund börn eiga í hættu á að verða hungurmorða.

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,

sem tilbiður guð sinn og

er drepið af Ísrael og aðgerðarleysi þeirra sem stjórna heiminum, þeirra sem hafa tapað getunni að þekkja hvar skilin á milli góðs og ills liggja, þeirra sem gera ekki neitt.

Börnin á Gaza er okkar börn. Börnin á Gaza vilja lifa eins og okkar börn. Mamma og pabbi - það erum við.

Örlög sakleysis 2024/25.

Höfundur er móðir, aktívisti, myndlistarkona, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur.


Heimild:

Gaza's stolen childhood

Who were the thousands of children Israel killed?

https://www.aljazeera.com/news/longform/2025/3/26/gazas-stolen-childhood-the-thousands-of-children-israel-killed




Skoðun

Sjá meira


×