Fótbolti

Mo Salah jafnaði met tveggja goð­sagna

Siggeir Ævarsson skrifar
Tveir markahrókar, Mo Salah og Ian Rush en Rush afhenti Salah gullskóinn í lok leiks í dag.
Tveir markahrókar, Mo Salah og Ian Rush en Rush afhenti Salah gullskóinn í lok leiks í dag. vísir/Getty

Mo Salah er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið með 28 mörk. Salah lét sér þó ekki nægja að skora mörk heldur lagði hann einnig upp 18 slík og kom því að 47 mörkum alls. Aðeins tvisvar áður hefur slíkt verið afrekað í deildinni. 

Tímabilið 1993-94 skoraði Andy Cole 34 mörk og lagði upp önnur þrettán með Newcastle en það var fyrsta heila tímabilið hans í úrvaldeildinni. Árið eftir bauð Alan Shearer upp á sömu tölfræði með Blackburn. Því skal þó haldið til haga að tímabilið var 42 leikir þegar þeir félagar náðu þessum áföngum en síðan haustið 1995 hefur tímabilið verið 38 leikir.

Það leit allt út fyrir að Salah myndi slá metið í ár en hann var kominn með 24 mörk og 17 stoðsendingar í lok febrúar. Hefði hann náð aðeins fjórum stoðsendingum enn í síðustu tíu leikjunum sem hann spilaði hefði hann slegið ótrúlegt met Thierry Henry sem er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað og lagt upp 20 eða fleiri mörk á einu tímabili en tímabilið 2002-3 skoraði Henry 24 mörk og lagði upp 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×