Sport

Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Georgia O'Connor átti góðan feril sem áhugamaður og var ósigruð í þremur bardögum sem atvinnumaður.
Georgia O'Connor átti góðan feril sem áhugamaður og var ósigruð í þremur bardögum sem atvinnumaður. getty/James Chance

Enska hnefaleikakonan Georgia O'Connor er látin, aðeins 25 ára. Banamein hennar var krabbamein.

O'Connor glímdi við sáraristilbólgu og fyrr á þessu ári greindi hún svo frá því að hún hefði greinst með krabbamein.

„Við erum niðurbrotin vegna fráfalls Georgiu O'Connor. Sannur stríðsmaður innan sem utan hringsins. Hnefaleikasamfélagið hefur misst hæfileikaríka, hugrakka og staðfasta unga konu alltof snemma,“ sagði í tilkynningu frá Boxxer fyrirtækinu sem O'Connor var á mála hjá.

„Georgia var elskuð, virt og dáð af vinum sínum hjá Boxxer. Hugur okkar er hjá ástvinum hennar á þessum erfiðu tímum.“

O'Connor vann til gullverðlauna á Samveldisleikum ungmenna 2017 og var ósigruð í þremur bardögum eftir að hún gerðist atvinnumaður.

Fyrir tveimur vikum greindi O'Connor frá því að hún hefði gifst unnusta sínum og breytt eftirnafni sínu í Cardinali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×