Lífið

Til­kynna um 29 ný at­riði á Iceland Airwa­ves

Atli Ísleifsson skrifar
Herra Hnetusmjör mun troða upp á Iceland Airwaves.
Herra Hnetusmjör mun troða upp á Iceland Airwaves. Vísir/Daníel Thor

Sena hefur tilkynnt um 29 ný tónlistarmenn og sveitir sem munu troða upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves næsta haust. Atriðin koma meðal annars frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu.

Í tilkynningu segir að meða þeirra sem munu koma fram séu íslenskar stórstjörnur eins og Retro Stefson og Herra Hnetusmjör, bandaríska hip-hop tvíeykið Joey Valence & Brae og írsku stjörnurnar Bricknasty.

Hátíðin fer fram dagnaa 6.-8. nóvember 2025.

Öll atriðin sem eru tilkynnt í dag hér í stafrófsröð:

  • Ala$$$ka1867 (IS)
  • Ari Árelíus (IS)
  • BALTHVS (CO)
  • Bricknasty (IE)
  • Creature Of Habit (IS)
  • Drinking Boys and Girls Choir (KR)
  • Enji (MN)
  • FABRÄK (DK)
  • Geðbrigði (IS)
  • Getdown Services (UK)
  • Herra Hnetusmjör (IS)
  • I Am Roze (US)
  • Iðunn Einars (IS)
  • Inki (IS)
  • Jeshi (UK)
  • JFDR (IS)
  • Joey Valance & Brae (US)
  • Katie Gregson-Macleod (UK)
  • Lilyisthatyou (CA)
  • Maya Delilah (UK)
  • Nabeel (US)
  • Panic Shack (UK)
  • PUNCHBAG (UK)
  • Retro Stefson (IS)
  • Saya Gray (CA)
  • Spacestation (IS)
  • Tunde Adebimpe (US)
  • WU LYF (UK)

„Bandaríska hip-hop tvíeykið Joey Valence & Brae frá State College í Pennsylvaníu, samanstendur af Joseph Bertolino og Braedan Luge. Smáskífan þeirra „Punk Tactics“, er blanda af hip-hop stíl frá gamla skólanum með nútímalegum töktum og hóf að fara eins og eldur í sinu um netið árið 2022. Lagið nálgast þessa stundina 150 milljónir spilana á Spotify.

Hver þekkir ekki Retro Stefson, eina af þekktustu hljómsveitum landsins frá því snemma á 21. öldinni. Við höfum beðið eftir þeim! Hljómsveitin toppaði vinsældarlista með lögum af samnefndri þriðju plötu sinni, sem kom út árið 2012. Eftir hlé árið 2016 kom þessi ástsæla íslenska hljómsveit saman á ný árið 2024 og við getum ekki beðið eftir að sjá þau í Listasafninu á Iceland Airwaves!

Dagskráin getur ekki talist fullkomin án eins heitasta rappara Íslands; því kynnum við til leiks Herra Hnetusmjör, fulltrúa Kópavogs. Hann sprakk fram á sjónarsviðið árið 2014 með frumraun sinni „Elías“. Síðan þá hefur hann dælt út hverjum smellinum á fætum öðrum og vinnur reglulega með stærstu nöfnum íslenska rappsins.

Bricknasty er ein heitasta sveit Írlands og mætir með smitandi orku og sálarríka hljóma í bland við mjúkan, sveiflukenndan söng. Hljómur þeirra blandar saman R&B, hip-hop og anarkískum blæ sem mótaður er af rótum forsöngvarans Fatboy í Balbutcher Lane. Hrátt, ögrandi og mjúkt - allt í senn,“ segir í tilkynningunni. 

ÖLL ATRIÐIN SEM HAFA VERIÐ TILKYNNT Á IA 2025 HÉR Í STAFRÓFSRÖÐ:

Ala$$$ka1867 (IS) | Antony Szmierek (UK) | Ari Árelíus (IS) | Babymorocco (UK) | BALTHVS (CO) | Bricknasty (IE) | Colt (FR) | Creature Of Habit (IS) | Daniil (IS) | DEADLETTER (UK) | Drinking Boys and Girls Choir (KR) | Elín Hall (IS) | Emma (IS) | Enji (MN) | FABRÄK (DK) | Fat Dog (UK) | Floni (IS) | Geðbrigði (IS) | Getdown Services (UK) | gugusar (IS) | Hasar (IS) | Herra Hnetusmjör (IS) | I Am Roze (US) | ian (US) | Iðunn Einars (IS | Inki (IS) | Izleifur (IS) | jasmine.4.t (UK) | Jelena Ciric (IS) | Jeshi (UK) | JFDR (IS) | Joey Valance & Brae (US) | Kári Egils (IS) | Katie Gregson-Macleod (UK) | Kenya Grace (UK) | KUSK + Óviti (IS) | Lilyisthatyou (CA) | lúpína (IS) | Magnús Jóhann (IS) | Maya Delilah (UK) | Mermaid Chunky (UK) | Milkywhale (IS) | Nabeel (US) | Night Tapes (UK) | Panic Shack (UK) | PUNCHBAG (UK) | ratbag (NZ) | Retro Stefson (IS) | Saint Pete (IS) | Saya Gray (CA) | Snorri Helgason (IS) | So Good (UK) | Spacestation (IS) | Sunna Margrét (IS) | Superkoloritas (LT) | superserious (IS) | The Orchestra (For Now) (UK) | The Scratch (IE) | Tófa (IS) | Tunde Adebimpe (US) | Valdimar (IS) | Vtoroi Ka (KG) | WU LYF (UK)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.