Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2025 23:44 Áætlað er að um 600 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Tasiilaq. Axel G. Hansen Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen
Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08