Innlent

Neyðar­að­stoð í gíslingu, ó­vænt á­kvörðun og ærandi spenna

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Karlmaður var í dag handtekinn grunaður um stunguárás í Úlfarsárdal í dag. Einn var fluttur á spítala en ekki er vitað um ástand hans. Við sýnum myndband frá árásinni í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við seðlabankastjóra sem veitti óvenjulega innsýn í vaxtaákvörðunarferlið fram undan þegar stýrivextir voru lækkaðir í morgun. Við heyrum einnig í hagfræðingi sem segir mikla óvissu uppi í efnahagsmálum.

Hæstiréttur segir Alþingi ekki hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Við ræðum við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka.

Auk þess fylgjumst við með ferðum sundkappans sem syndir nú í kringum landið, kíkjum út í sólina og verðum í beinni frá Ölver þar sem yfirspenntir sportáhugamenn munu fylgjast með tveimur stórleikjum í einu.

Í sportpakkanum hitum við að sjálfsögðu upp fyrir úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar og í Íslandi í dag kíkjum við í svokallað flóttaherbergi þar sem leikendur læra að forðast netsvindl.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×