Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. maí 2025 21:29 Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja til Ólafsvíkur á næstunni. Skjáskot/Instagram Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall. „Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena. Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
„Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena.
Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03