Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 14:03 Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar