Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 09:54 Hrafn og Daðey eru skólasálfræðingar og taka á móti börnum og fullorðnum. Hurð þeirra er ávalt opin. Mosfellsbær Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis. Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Hrafn voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá hafi verið opnuð rafíþróttadeild, sálfræðingum fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Hrafn segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur. Barnavernd Mosfellsbær Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Hrafn voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá hafi verið opnuð rafíþróttadeild, sálfræðingum fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Hrafn segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur.
Barnavernd Mosfellsbær Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira