Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 11:48 Robert Shwartzman fagnar ráspólnum með Prema-liðinu á Indianapolis-brautinni í gær. AP/Michael Conroy Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi. Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira
Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi.
Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira