Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. maí 2025 16:32 Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eurovision Eurovision 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar