„Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 21:02 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 Jóhann Kristinn Gunnarsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum. Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira