Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2025 14:10 Aron Einar Gunnarsson er mikilvægur hlekkur í landsliðinu að mati Arnars Gunnlaugssonar, sem segir hættu á að leikmenn séu farnir að hugsa um sumarfrí. vísir / getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48