Lífið

Koníakstofa á þakinu og stór­brotið út­sýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1964 og teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Húsið var byggt árið 1964 og teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Við Brekkugerði í Reykjavík stendur glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Um er að ræða alls 331 fermetra hús á tveimur hæðum. Húsið státar af mikilli lofthæð, björtum vistarverum og stórbrotnu útsýni sem gefur eigninni einstaka og heillandi ásýnd.

Húsið skiptist í rúmgott anddyri, eldhús, stórar og opnar stofur, fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, sjónvarpsrými, þvottahús og 32,7 fermetra flísalagðan bílskúr. Á gólfum eru ýmist svartar granít flísar og ljóst viðarparket.

Stofurnar eru opnar og bjartar með stórum gluggum, og þaðan er útgengt á stórar vestursvalir. Úr stofunni liggur stigi upp í svokallaða koníakstofu á þakinu, sem er sannkölluð perla með útsýni í allar áttir.

Eldhúsið er opið að borðstofu, með nýlegri hvítri háglans innréttingu, góðu skápaplássi og borðplötum úr svörtum steini. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.