Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 11:02 McIlroy átti í vandræðum, sem og félagar hans Scheffler og Schauffele. Scheffler rétti þó úr kútnum og stendur best þeirra þriggja að vígi. Andrew Redington/Getty Images Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær. Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira