Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2025 00:13 Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag. AP Photo/Abdel Kareem Hana Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira