„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2025 15:02 Egill er nýr Borgarleikhússtjóri. Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“