Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2025 07:30 Nokkrum klukkustundum eftir framlengdan oddaleik sem tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir mætt til að sinna sinni vinnu sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International. Vísir/Samsett mynd „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“ Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“
Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira