Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Daði Rafnsson skrifar 14. maí 2025 11:33 vísir/getty „Þegar ég horfi á yngri flokkana fer athygli mín ósjálfrátt á þann besta. En þegar ég horfi á meistaraflokkinn minn snýst það við. Athyglin fer á þann versta. Þennan sem tikkar ekki í takt við liðið. Sem gerir mikið af mistökum og skilur ekki leikinn jafn vel og hinir.“ Svo mælir Finnur Freyr Stefánsson, sigursælasti körfuboltaþjálfari Íslands, þegar hann ræðir við ungt og efnilegt íþróttafólk. Við fengum hann til að ræða við nemendur á síðasta ári í framhaldsskóla. Þegar íþróttafólk tekur skrefið af framfaratímabilinu (development stage) yfir á frammistöðutímabilið (mastery stage) skiptir máli að það geri sér grein fyrir því til hvers er ætlast af því. „Ef þið getið ekki spilað leikinn eins og ég legg hann upp þá mun ég ekki geta valið ykkur. Því ef liðið mitt stendur ekki undir væntingum er starfið mitt og lifibrauð undir.“ Rétta hrósið Til að komast að þröskuldi afreksíþrótta hefur það alist upp við að vera framúrskarandi börn eða unglingar í sinni grein og leikurinn hefur hingað til snúist í kringum þau. En það getur líka einnig verið ástæðan fyrir því að margt efnilegt íþróttafólk á erfitt með að taka skrefið inn í afreksíþróttir. Flestir þekkja rannsóknir Carol Dweck um gróskuhugarfar (growth mindset) en kjarninn í þeim segir að fólk sem fær mikið hrós fyrir útkomu, úrslit eða einkunnir eigi það til að staðna þar sem þau hætta að taka áhættur og endurtaka sífellt færnina sem þau hafa þegar lært. Þau sem hins vegar fá hrós fyrir dugnað, áræðni eða sköpunarkraft eigi það til að þora að prófa nýja hluti til að byggja ofan á þá færni sem þau hafa þegar öðlast. Við sjáum afreksíþróttir oft í hillingum enda er birtingarmyndin út á við oftast tengd útkomunni. Keppni, úrslitum og í einhverjum tilfellum frægð og frama. En veruleikinn bítur og það sem áður var leikur er nú orðinn fúlasta alvara. Krafa afreksíþróttanna er að þær séu í forgangi og að fólk skipuleggi líf sitt í kringum þær. Til að fá að vera með þarftu að vera skuldbundinn eigin markmiðum og hópsins, unnið eftir skipulagi mismunandi þjálfara og með alls konar öðru íþróttafólki í leit að árangri. Lífsleiknin sem skiptir máli Við viljum að sem flest fólk sé sem lengst í íþróttum en um 15-22 ára aldurinn þurfa þau sem ætla sér langt að tileinka sér lífsleikni sem eykur möguleika þeirra í stað þess að draga úr þeim. Því miður eru íþróttirnar skammt á veg komnar með að aðstoða fólk við að stíga upp á frammistöðustigið en það eru jákvæð teikn á lofti. Sum hópíþróttalið eru með sérhæfða aðlögunarþjálfara (transition coach) hvers verkefni er beinlínis að hjálpa íþróttafólki með stóra stökkið. Og sum íþróttalið og sérsambönd eru með velferðarfulltrúa (welfare officers) sem eiga sömuleiðis að gæta að vellíðan afreksíþróttafólks. Allt þetta kostar nefnilega peninga en það er einnig partur af veruleikanum á þessu stigi að það getur kostað mikið að ná árangri. Ekkert er ókeypis Að komast á toppinn í tennis getur kostað foreldra tennisspilara á milli 30-40 milljónir íslenskra króna frá 5 ára aldri og til 18 ára. Svo græðir um það bil helmingur þeirra 14.000 spilara sem komast í atvinnumótin aldrei neitt verðlaunafé. Skíðasambandið áttar sig á því að ein stærsta hindrun í hæfileikamótun í sinni íþrótt er fjárhagsleg og sama má segja um leiðina á toppinn í Formúlu 1. Það þarf ekki bara tækifæri, skilning á íþróttinni, sterkan líkama og góða færni til að ná árangri. Það þarf líka að vinna í hugarfarinu. Þegar þjálfarar og íþróttafólk eru beðin um að útskýra töp og sigra eftir keppni koma hugarfarsþættir nánast ávallt fyrst upp. En þegar spurt er hvernig fólk þjálfar hugarfarið verður oft fátt um svör. Sem betur fer eru yfirlýsingar íþróttafólks um mikilvægi þess ekki orðin tóm. Hvernig eflir maður hugarfarið? Flestir eru að reyna að efla hugarfarið. En hvernig gerum við það á markvissan hátt? Þar erum við rétt að leggja af stað í fyrstu Appollo-ferðirnar og ekki byrjuð að nálgast tunglið. Eitt er víst að sálræn færniþjálfun mun ryðja sér til rúms næstu áratugina í íþróttunum. Sálræn færniþjálfun er markviss þjálfun hugarfarslegra þátta yfir ákveðið tímabil með það að markmiði að auka bæði vellíðan og árangur. Til eru margar leiðir að því markmiði, en Íþróttasamband Íslands, UMFÍ, Háskólinn í Reykjavík, KSÍ, Fimleikasambandið og tveir breskir háskólar luku nýverið við verkefni sem snerist um að prófa og innleiða 5C aðferðafræðina í íslenskt íþróttalíf. 5C er aðferðarfræði í sálrænni færniþjálfun og hefur þrjá augljósa kosti. Sá fyrsti er að hún er byggð á fræðilegum grunni, smíðuð af Dr. Chris Harwood, einum öflugasta fræðimanni heims á sviði íþróttasálfræði. Sá næsti er að hún er einföld í framsetningu og auðskiljanleg en það skiptir miklu máli upp á notagildið. Og sá þriðji er að hún er sveigjanleg sem er mikilvægt til að gera ráð fyrir menningarmun og hægt er að laga hana að ólíkum aðstæðum. Með því að nota 5C aðferðafræðina er hægt að vinna markvisst í hugarfarsþáttum, í gegnum sameiginlegt tungumál yfir lengri tíma og minnka líkurnar á því að þurfa að finna hlutina upp á nýtt ef breytingar verða á mannskap. Skuldbinding, samskipti og sjálfstraust Fyrsta C-ið í 5C er skuldbinding (commitment). Án hennar er ekki farið langt af stað í afreksíþróttirnar. Sá skuldbundni forgangsraðar í þágu íþróttarinnar, mætir ávallt til leiks, á réttum tíma og leggur sig fram. Fyrir honum er íþróttin lífsstíll og hann hefur hvetjandi áhrif á aðra í kringum sig þar sem hann er alltaf að leita nýrra leiða til að bæta sig. Annað C-ið er samskipti (communication). Þau skipta gríðarlegu máli innan sem utan keppnisvallar. Ef við eigum góð samskipti, aukast líkur á árangri. Þau má sjá á hvort einstaklingur hjálpi öðrum að verða betri, hvetur aðra í kringum sig, hlustar á hvað aðrir eru að segja, hrósar öðrum fyrir það sem vel er gert og viðurkennir það sem skiptir aðra máli í umhverfinu. Næstu tvö C eru nátengd en þau eru einbeiting (concentration) og sjálfsstjórn (control). Þau sem eru einbeitt ná að vinna í því sem skiptir máli. Þegar það skiptir máli og eru yfirleitt með jafna og góða frammistöðu. Sjálfsstjórn leyfir okkur að taka stjórn á aðstæðum okkur í hag. Að missa ekki sjónar á markinu þegar á móti blæs, eða eitthvað óvænt kemur upp á. Að lokum er það svo sjálfstraustið (confidence). Það segir til um hvort fólk hafi trú á því að það geti það sem er ætlast til af því. Það er ólíkt hinum C-unum að því leiti að það er afleiðing af því að vinna vel í þeim. Sá sem mætir sjaldan seint á æfingu og undirbýr sig vel er með aukið sjálfstraust. Góð samskipti við annað fólk ýtir undir sjálfstraust. Að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli og klárað verkefnin sín vel byggir undir sjálfstraust. Og að hafa stjórn á tilfinningum sínum gefur betra sjálfstraust. Hvað getur þú gert fyrir liðið? Þegar á frammistöðustigið er komið þarf að hafa sterk bein og jafnaðargeð. Að geta lesið í aðstæður og snúið þeim sér í hag. Við ættum að þjálfa hugarfarsþætti eins og við æfum vöðvana, markvisst yfir langan tíma. Ef Finnur Freyr á að velja þig í liðið sitt, gengur ekki að spyrja hvað hann geti gert fyrir þig, heldur sýna hvað þú getur gert fyrir hann og liðið. Barna og unglingaíþróttir snúast um þroska og færniþjálfun. En í afreksíþróttum skipta úrslitin mestu máli. Það skiptir að sjálfsögðu máli hvernig er farið að því að sækja þau og um það mun næsti pistill snúast. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Michael Jordan var óstöðvandi með liði sínu Chicago Bulls. Hann var nýbúinn að vinna fjórða NBA-titilinn í röð þegar faðir hans var myrtur. 7. maí 2025 11:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Svo mælir Finnur Freyr Stefánsson, sigursælasti körfuboltaþjálfari Íslands, þegar hann ræðir við ungt og efnilegt íþróttafólk. Við fengum hann til að ræða við nemendur á síðasta ári í framhaldsskóla. Þegar íþróttafólk tekur skrefið af framfaratímabilinu (development stage) yfir á frammistöðutímabilið (mastery stage) skiptir máli að það geri sér grein fyrir því til hvers er ætlast af því. „Ef þið getið ekki spilað leikinn eins og ég legg hann upp þá mun ég ekki geta valið ykkur. Því ef liðið mitt stendur ekki undir væntingum er starfið mitt og lifibrauð undir.“ Rétta hrósið Til að komast að þröskuldi afreksíþrótta hefur það alist upp við að vera framúrskarandi börn eða unglingar í sinni grein og leikurinn hefur hingað til snúist í kringum þau. En það getur líka einnig verið ástæðan fyrir því að margt efnilegt íþróttafólk á erfitt með að taka skrefið inn í afreksíþróttir. Flestir þekkja rannsóknir Carol Dweck um gróskuhugarfar (growth mindset) en kjarninn í þeim segir að fólk sem fær mikið hrós fyrir útkomu, úrslit eða einkunnir eigi það til að staðna þar sem þau hætta að taka áhættur og endurtaka sífellt færnina sem þau hafa þegar lært. Þau sem hins vegar fá hrós fyrir dugnað, áræðni eða sköpunarkraft eigi það til að þora að prófa nýja hluti til að byggja ofan á þá færni sem þau hafa þegar öðlast. Við sjáum afreksíþróttir oft í hillingum enda er birtingarmyndin út á við oftast tengd útkomunni. Keppni, úrslitum og í einhverjum tilfellum frægð og frama. En veruleikinn bítur og það sem áður var leikur er nú orðinn fúlasta alvara. Krafa afreksíþróttanna er að þær séu í forgangi og að fólk skipuleggi líf sitt í kringum þær. Til að fá að vera með þarftu að vera skuldbundinn eigin markmiðum og hópsins, unnið eftir skipulagi mismunandi þjálfara og með alls konar öðru íþróttafólki í leit að árangri. Lífsleiknin sem skiptir máli Við viljum að sem flest fólk sé sem lengst í íþróttum en um 15-22 ára aldurinn þurfa þau sem ætla sér langt að tileinka sér lífsleikni sem eykur möguleika þeirra í stað þess að draga úr þeim. Því miður eru íþróttirnar skammt á veg komnar með að aðstoða fólk við að stíga upp á frammistöðustigið en það eru jákvæð teikn á lofti. Sum hópíþróttalið eru með sérhæfða aðlögunarþjálfara (transition coach) hvers verkefni er beinlínis að hjálpa íþróttafólki með stóra stökkið. Og sum íþróttalið og sérsambönd eru með velferðarfulltrúa (welfare officers) sem eiga sömuleiðis að gæta að vellíðan afreksíþróttafólks. Allt þetta kostar nefnilega peninga en það er einnig partur af veruleikanum á þessu stigi að það getur kostað mikið að ná árangri. Ekkert er ókeypis Að komast á toppinn í tennis getur kostað foreldra tennisspilara á milli 30-40 milljónir íslenskra króna frá 5 ára aldri og til 18 ára. Svo græðir um það bil helmingur þeirra 14.000 spilara sem komast í atvinnumótin aldrei neitt verðlaunafé. Skíðasambandið áttar sig á því að ein stærsta hindrun í hæfileikamótun í sinni íþrótt er fjárhagsleg og sama má segja um leiðina á toppinn í Formúlu 1. Það þarf ekki bara tækifæri, skilning á íþróttinni, sterkan líkama og góða færni til að ná árangri. Það þarf líka að vinna í hugarfarinu. Þegar þjálfarar og íþróttafólk eru beðin um að útskýra töp og sigra eftir keppni koma hugarfarsþættir nánast ávallt fyrst upp. En þegar spurt er hvernig fólk þjálfar hugarfarið verður oft fátt um svör. Sem betur fer eru yfirlýsingar íþróttafólks um mikilvægi þess ekki orðin tóm. Hvernig eflir maður hugarfarið? Flestir eru að reyna að efla hugarfarið. En hvernig gerum við það á markvissan hátt? Þar erum við rétt að leggja af stað í fyrstu Appollo-ferðirnar og ekki byrjuð að nálgast tunglið. Eitt er víst að sálræn færniþjálfun mun ryðja sér til rúms næstu áratugina í íþróttunum. Sálræn færniþjálfun er markviss þjálfun hugarfarslegra þátta yfir ákveðið tímabil með það að markmiði að auka bæði vellíðan og árangur. Til eru margar leiðir að því markmiði, en Íþróttasamband Íslands, UMFÍ, Háskólinn í Reykjavík, KSÍ, Fimleikasambandið og tveir breskir háskólar luku nýverið við verkefni sem snerist um að prófa og innleiða 5C aðferðafræðina í íslenskt íþróttalíf. 5C er aðferðarfræði í sálrænni færniþjálfun og hefur þrjá augljósa kosti. Sá fyrsti er að hún er byggð á fræðilegum grunni, smíðuð af Dr. Chris Harwood, einum öflugasta fræðimanni heims á sviði íþróttasálfræði. Sá næsti er að hún er einföld í framsetningu og auðskiljanleg en það skiptir miklu máli upp á notagildið. Og sá þriðji er að hún er sveigjanleg sem er mikilvægt til að gera ráð fyrir menningarmun og hægt er að laga hana að ólíkum aðstæðum. Með því að nota 5C aðferðafræðina er hægt að vinna markvisst í hugarfarsþáttum, í gegnum sameiginlegt tungumál yfir lengri tíma og minnka líkurnar á því að þurfa að finna hlutina upp á nýtt ef breytingar verða á mannskap. Skuldbinding, samskipti og sjálfstraust Fyrsta C-ið í 5C er skuldbinding (commitment). Án hennar er ekki farið langt af stað í afreksíþróttirnar. Sá skuldbundni forgangsraðar í þágu íþróttarinnar, mætir ávallt til leiks, á réttum tíma og leggur sig fram. Fyrir honum er íþróttin lífsstíll og hann hefur hvetjandi áhrif á aðra í kringum sig þar sem hann er alltaf að leita nýrra leiða til að bæta sig. Annað C-ið er samskipti (communication). Þau skipta gríðarlegu máli innan sem utan keppnisvallar. Ef við eigum góð samskipti, aukast líkur á árangri. Þau má sjá á hvort einstaklingur hjálpi öðrum að verða betri, hvetur aðra í kringum sig, hlustar á hvað aðrir eru að segja, hrósar öðrum fyrir það sem vel er gert og viðurkennir það sem skiptir aðra máli í umhverfinu. Næstu tvö C eru nátengd en þau eru einbeiting (concentration) og sjálfsstjórn (control). Þau sem eru einbeitt ná að vinna í því sem skiptir máli. Þegar það skiptir máli og eru yfirleitt með jafna og góða frammistöðu. Sjálfsstjórn leyfir okkur að taka stjórn á aðstæðum okkur í hag. Að missa ekki sjónar á markinu þegar á móti blæs, eða eitthvað óvænt kemur upp á. Að lokum er það svo sjálfstraustið (confidence). Það segir til um hvort fólk hafi trú á því að það geti það sem er ætlast til af því. Það er ólíkt hinum C-unum að því leiti að það er afleiðing af því að vinna vel í þeim. Sá sem mætir sjaldan seint á æfingu og undirbýr sig vel er með aukið sjálfstraust. Góð samskipti við annað fólk ýtir undir sjálfstraust. Að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli og klárað verkefnin sín vel byggir undir sjálfstraust. Og að hafa stjórn á tilfinningum sínum gefur betra sjálfstraust. Hvað getur þú gert fyrir liðið? Þegar á frammistöðustigið er komið þarf að hafa sterk bein og jafnaðargeð. Að geta lesið í aðstæður og snúið þeim sér í hag. Við ættum að þjálfa hugarfarsþætti eins og við æfum vöðvana, markvisst yfir langan tíma. Ef Finnur Freyr á að velja þig í liðið sitt, gengur ekki að spyrja hvað hann geti gert fyrir þig, heldur sýna hvað þú getur gert fyrir hann og liðið. Barna og unglingaíþróttir snúast um þroska og færniþjálfun. En í afreksíþróttum skipta úrslitin mestu máli. Það skiptir að sjálfsögðu máli hvernig er farið að því að sækja þau og um það mun næsti pistill snúast. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Michael Jordan var óstöðvandi með liði sínu Chicago Bulls. Hann var nýbúinn að vinna fjórða NBA-titilinn í röð þegar faðir hans var myrtur. 7. maí 2025 11:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31
Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Michael Jordan var óstöðvandi með liði sínu Chicago Bulls. Hann var nýbúinn að vinna fjórða NBA-titilinn í röð þegar faðir hans var myrtur. 7. maí 2025 11:31
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn