Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2025 12:14 Nú mega foreldrar skíra börn sín Dania eða Deimos, en ekki Hel og Bölmóður. Getty Mannanafnanefnd hefur birt tólf nýja úrskurði á vef sínum. Að þessu sinni samþykkir nefndin tíu ný nöfn en hafnar tveimur. Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira